magnus-grimsson-online

Eptir gleðileikinn.

Sól þó lækki, lengist vetrar nætur,
lemji vindar frosti kalda jörð,
og vanti ylinn lifna sem að lætur
litverp blóm, þá æða veðrin hörð,
deyr það sízt, sem allt af vermir ylur,
árs á tíma hverjum blómgvað sjest;
ef till vill, þá úti stormur bylur,
innit getur þróazt nærri mest.

Því sá alla hiti fær á huga
himinborinn, yndis sólu frá,
sem að veitir vonar ljós, ef buga
votsöm tára ský, þá falla á;
þau eru líka það, sem vekja tíðum
þægust unaðs blóm í huga manns,
döggvuð, eins og lauf á blómknapp blíðum,
blikar gleðin opt í sálu hans.

Sá er munur samt, að ekki lýsir
sama gleðiljósið allra hug;
vist er það, að mjór er mikils visir,
margt er smátt, sem veiklar þrek og dug;
en ef harma skúra skýin þjóta,
og skyggja’ á gleði, verður bezta ráð,
yndis stundar einnar þá að njóta,
eyða hryggð, að minnsta kosti’ í bráð.

Sú oss kallað hingað saman hefur
hugmynd: Gleðistund er margopt þörf.
Allir þreyttir unna því, sem gefur
unaðssama hvíld við lokin störf;
svo, þá hvíldin aptur er á enda,
ánægðir til verka göngum vjer,
þau sízt mega’ í iðjuleysi lenda,
líf veit fyrst af hvíld þá starfað er.

Meðan önnur lönd, sem líður betur,
leikhús kóngleg stara hissa á,
þetta landið lítið meira getur,
en látið rjett í heimahúsi sjá
líking þess, sem unað mesta eykur,
einkum fylgi list og snilli með;
sýnishorn var þessi litli leikur,
sem liðinn er og þjér nú hafið sjeð.

Þjer, sem hafið heyrt á vora gleði,
heilir njótið, margs þó áfátt sje,
virðið alltjend viljann, fúsu geði
vjer hann reyndum nú að láta’ í tje!
Skiljumst heilir! Ósk sú aldrei dvíni
— Ísland meðan ber af djúðum sæ —:
Frá drottni sjálfum heill og heiður skíni
húsi voru, landi’ og þessum bæ!\

Page 5 of 5